Fagurhjálmur 'Bicolor'Fagurhjálmur (Aconitum x cammarum) 'Bicolor' er gömul sort sem hefur verið í ræktun hér í áratugi. Hann tilheyrir ættkvíslinni Aconitum (bláhjálmar), í sóleyjaætt. Það er allnokkur fjöldi eitraðra plantna í þeirri ætt og eru bláhjálmarnir með þeim eitruðustu. Öll plantan er eitruð en þó sérstaklega ræturnar og er því óráðlegt að skipta plöntunni hanskalaus.

'Bicolor' hefur tvílit blóm, hvít með fjólubláum bryddingum. Hann verður yfir meter á hæð, en stönglarnir eru sterkir svo hann þarf engan stuðning. Þetta er harðgerð planta sem gerir engar sérstakar jarðvegskröfur og blómstrar vel hvort sem er í sól eða skugga part úr degi. Semsagt, úrvals garðplanta sem þarf að umgangast með varúð.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.

#Aconitum #Aconitumxcammarum #Bicolor #Fagurhjálmur

gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon