Dvergavör 'Atropurpurea'

Updated: Jun 27, 2019
Dvergavör (Ajuga reptans 'Atropurpurea') er falleg þekjuplanta í varablómaætt með dökkpurpurarauðu, gljáandi laufi. Hún er nokkuð skuggþolin, en rauði liturinn verður sterkari ef hún fær einhverja sól. Hún blómstrar fallegum bláfjólubláum blómum í júlí, en ef skugginn er mikill getur það komin niður á blómguninni. Hún breiðir nokkuð fljótt úr sér, en hún breiðir úr sér ofanjarðar svo auðvelt er að halda aftur af henni ef hún breiðir of mikið úr sér.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


139 views

gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon