Bergnál
Bergnál (Aurinia saxatile) er falleg steinhæðaplanta sem verður þakin heiðgulum blómum á blómgunartímanum sem stendur frá júní fram í ágúst. Hún setur því mikinn svip á umhverfið á meðan hún er í blóma. Hún getur jafnvel blómstrað aftur að hausti í mildum árum.

Bergnál kann því miður illa að meta blauta vetur eins og eru hér á höfuðborgarsvæðinu, svo hún þarf mjög gott frárennsli og á líklegast besta möguleika á að lifa veturinn af úti sé hún í miklum halla, helst lóðrétt. Það er líka hægt að taka anga af henni að hausti og geyma í reit yfir veturinn vilji maður vera öruggur um að týna henni ekki. Það gæti alveg verið fyrirhafnarinnar virði.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon