Fjallaberglykill 'Rosea'Fjallaberglykill (Androsace carnea) er háfjallaplanta sem vex villtur í Ölpunum og Pýreneafjöllum. Eins og flestar háfjallaplöntur vill hann helst kúra undir snjó yfir vetrartímann, svo hann kann illa við að standa í bleytu á þeim árstíma. Hann þolir það þó betur en margar aðrar fjallaplöntur og sé jarðvegurinn nægilega malarblandaður svo vatn renni vel frá þá þrífst hann ágætlega. Fallegastur verður hann þó ef hann vex í miklum halla s.s. steinhleðslu.

'Rosea' er undirtegund (ssp. rosea) með bleikum blómum sem eru nokkuð stærri en á tegundinni sem er með hvítum blómum.

Ég hef átt fjallaberglykla í fjölmörg ár og hafa þeir blómstrað nær árvisst og eiga það jafnvel til að sá sér eilítið. Þeir blómstra mjög snemma, jafnvel í lok apríl þegar vorar snemma og lífga heldur betur upp á umhverfið á þeim tíma, sérstaklega sá bleiki.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon