Skógarsnotra 'Flore Pleno'Skógarsnotra (Anemone nemorosa) vex í laufskógum og blómstrar á vorin áður en trén laufgast. Hún þolir því skugga part úr degi, en til að blómstra vel þarf hún einhverja sól. Hún hentar því vel í trjábeð þar sem hún fær sól meðan á blómgun stendur. Hún þrífst best í næringarríkri, myldinni mold t.d. vel moltublandaðri.

'Flore Pleno' þýðir fyllt blóm og eru blómin á þessu yrki þéttfyllt. Ystu krónublöðin eru venjuleg að breidd, en í miðjunni er ógrynni af mjóum krónublöðum sem minna á dúsk. Hún breiðir hægt úr sér og getur með tímanum myndað stóra breiðu. Yndisfögur skógarplanta.


Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon