IlmvatnsberiIlmvatnsberi (Aquilegia fragrans) er einn fallegasti vatnsberi sem ég hef ræktað í mínum garði. Blómin eru stór og lútandi og minna á hangandi luktir, lýsandi hvít og fölgul. Laufið er nokkuð fínskipt svo öll plantan er mjög fínleg. Hann vex villtur á fjallaengjum í vestanverðum Himalajafjöllum.

Þetta er harðgerð planta sem þolir skugga part úr degi. Algjört djásn.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon