GarðskriðnablómGarðskriðnablóm (Arabis caucasica) er yndsifögur vorblómstrandi planta sem verður þakin lillabláum blómum í maí. Laufið er gráloðið og ekkert sérstakt skraut af því þegar plantan er ekki í blóma. Þar kemur yrkið 'Variegata' sterkt inn, en það er með hvíta blaðjaðra svo það lífgar upp á beð og steinhleðslur hvort sem það stendur í blóma eða ekki. Það blómstrar snjóhvítum blómum. Bæði eru harðgerðar steinhæðaplöntur sem geta vel þolað skugga part úr degi, en kjósa helst frekar léttan, vel framræstan jarðveg.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess:

Garðskriðnablóm

'Variegata'


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon