PurpurasandiPurpurasandi (Arenaria purpurascens) er falleg steinhæðaplanta sem þarf mjög sólríkan stað og malarblandaðan jarðveg. Laufið minnir á lambagras, en blómin eru mun stærri, stjörnulaga og lillableik. Hann getur verið svolítið tregur að blómstra, svo það er ekki alveg árlegur glaðningur að sjá hann í blóma. En þegar hann blómstrar þá er það sjón að sjá. Hann vex villtur í Pýreneafjöllum, í grýttum, en frekar rökum jarðvegi.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon