Geldingahnappur 'Splendens'Geldingahnappur (Armeria maritima) er innlend tegund sem vex víða um land á söndum og melum frá fjöru til fjalla. Hann vex því best og verður fallegastur í sand- eða malarblönduðum jarðvegi. Hann þarf líka sólríkan stað.

'Splendens' er garðaafbrigði með sterkbleikum blómum. Það er stórgerðara að öllu leiti, laufið er lengra og blómstönglarnir hærri. Falleg steinhæðaplanta.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess:

Geldingahnappur

'Splendens'


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon