GemsuskeggGemsuskegg (Aruncus aethusifolius) er eins og dvergvaxin útgáfa af geitaskeggi (Aruncus dioicus). Það verður varla meira en 30 cm á hæð, með fínskiptu laufi og rjómahvítum blómum í heldur gisnari skúfum en á geitaskegginu. Það blómstrar í júlí. Það verður fallegast ef það er á sæmilega sólríkum stað, en þolir vel skugga part úr degi. Það gerir engar sérstakar jarðvegskröfur og er mjög harðgert. Fái það næga sól fær það fallega rauða haustliti.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess:

Geitaskegg

Gemsuskegg


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon