Japansblóm 'Europa''Europa' er yrki af japansblómi með fölbleikum blómum. Það er nokkuð öruggt með blómgun og blómstrar flest ár í ágúst.

Japansblóm (Astilbe japonica) blómstra heldur fyrr en musterisblóm (Astilbe x arendsii) og eru því nokkuð örugg með blómgun hér. Því miður hefur framboð af yrkjum japansblóma verið heldur takmarkað hér og meira um að yrki musterisblóma séu á boðstólnum. Þau eru mörg hver tregari til að blómstra og blómstra bara í mjög góðum árum.

Eins og musterisblómin þurfa japansblómin frjóan, léttan jarðveg. Þau þykja góðar skuggaplöntur í hlýrri löndum, en til að þau nái að blómstra hér þurfa þau sólríkan stað.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon