Kvöldstjarna



Kvöldstjarna (Aster tongolensis) er fjölær en getur orðið skammlíf. Hún þarf frekar léttan, moltublandaðan jarðveg til að þrífast vel. Laufið er í hvirfingu við jörð og eru blómin stök á 30-40 cm löngum blaðlausum stilkum. Hún þarf frekar sólríkan stað.

Þessi tegund vex villt í Kína, en fjölmörg garðaafbrigði eru í ræktun. Eitt af þeim er 'Wartburgstern' með ljósfjólubláum blómum.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess:

Kvöldstjarna

'Wartburgstern'


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon