SveipstjarnaSveipstjarna (Astrantia major) er harðgerð planta sem vex vel í allri venjulegri garðmold í sól eða skugga. Nafnið er mjög lýsandi fyrir blómskipanina, en blómin eru lítil í hvelfdum sveip, umkringd stjörnulaga bikarblöðum.

Á yrkinu 'Rubra' eru bikarblöðin dökk rauðbleik á neðra borði svo knúpparnir eru dökk rauðbleikir á lit, en þegar blómin opnast eru þau ljósbleik. Það þarf sæmilega sólríkan stað til að rauði liturinn verði sterkur, blómin verða fölari í skugga. Virkilega flott garðplanta.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess:

Sveipstjarna

'Rubra'.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon