BirkiklukkaBirkiklukka (Campanula betulifolia) er falleg steinhæðaplanta með hangandi vöxt sem nýtur sín best í steinhleðslu. Nafnið er dregið af laufinu sem minnir mjög á birkilauf. Blómstönglarnir eru nokkuð langir og blómin vaxa í gisnum klasa. Knúpparnir eru bleikir, en blómin eru hreinhvít.

Það eru ekki margar fjölærar plöntur sem eru svona fínar hengiplöntur. Þetta er sú eina sem ég hef kynnst.

Hún hefur þrifist ágætlega hjá mér, en þó aldrei eins vel og síðan ég gróðursetti hana í steinhleðslu þar sem hún vex í sand/moldarblöndu sem er um 20-30% mold og restin frekar grófur sandur. Hún fær sól part úr degi og virðist þola það ágætlega að vera í skugga restina af deginum. Óvenjuleg og eftirtektarverð planta.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon