Dalalilja


Dalalilja er yndisfögur skógarplanta sem blómstrar í júní. Hún breiðist hægt út með jarðstönglum og myndar með tímanum fallegar breiður þar sem hún vex villt í skógum Evrópu. Hún hefur aftur á móti vaxið afskaplega hægt hjá mér svo það er nú einhver bið eftir dalaliljubreiðu í garðinum hjá mér. Blómin eru hvít á tegundinni, en á yrkinu 'Rosea' eru þau rósbleik. Báðar virðast vel harðgerðar þó þær vaxi hægt, Kannski er því um að kenna að ég hafi ekki fundið rétta jarðveginn fyrir þær. Eins og flestar skógarplöntur kýs hún léttan, molturíkan jarðveg og hálfskugga.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess:

Dalalilja

Dalalilja 'Rosea'


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon