Alpabjalla


Alpabjalla (Cortusa matthioli) er lágvaxin planta sem vex villt í skógum og á engjum í fjöllum Evrópu. Eins og aðrar skógarplöntur þrífst hún best í hálfskugga í vel framræstri, moltublandaðri mold. Hún er mjög harðgerð. Hún líkist nokkuð maríulyklum (Primula), enda náskyld frænka þeirra.

Yrkið 'Alba' er með hreinhvítum blómum og er mun hærra og gróskumeira en tegundin. Það á það til að sá sér lítillega.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess:

Alpaballa

Alpabjalla 'Alba'


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon