HanasporiHanaspori ('áður Corydalis luteaPseudofumaria lutea) er harðgerð planta sem stendur í blóma mest allt sumarið frá júní fram í ágúst. Hann hefur fínskipt lauf sem myndar kúlulaga brúsk sem blómin rétt standa upp úr. Hann heldur löguninni allt sumarið sama hvað rignir og blæs. Blómin eru ljósgul með grænni slikju fyrst þegar þau springa út, en dökkna með tímanum í dökkgulan. Hann er þokkalega skuggþolinn og gerir engar sérstakar jarðvegskröfur. Hann hefur því marga góða kosti, en því miður sáir hann sér svolítið, þannig að sumum finnst nóg um.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess:


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon