Riddaraspori "Afi"Riddarasporayrkið sem ég kalla "Afa" er af óþekktum uppruna. Hann óx í garðinum hans afa, Kristmundar Georgssonar og af því er nafnið dregið. Hann er mjög hávaxinn, yfir 2 m á hæð, svo það þarf ansi mörg prik til að halda honum uppréttum ef á móti blæs. Það þarf því að velja honum mjög skjólgóðan stað. Blómin eru himinblá með svörtu auga í þéttum klasa.

Hann er vel harðgerður, enda hefur hann verið einskonar ættargripur í fjölskyldunni í áratugi. Hann fékk þó einhverja blaðmyglu hjá mér sem ég náði ekki að losna við. Það er því mikilvægt að passa að hann hafi gott rými og næga sól.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon