Riddaraspori 'Percival''Percival' er sort af riddaraspora (Delphinium x cultorum) sem tilheyrir svokölluðum Pacific Giants blendingum. Þeir eru hærri í loftinu en 'Magic Fountains'. Blómin eru stór, hreinhvít með svörtu auga í þéttum klasa.

Þessi planta var ræktuð af fræi, mig minnir að ég hafi keypt það frá Thompson & Morgan. Hann hefur blómstrað vel, en þarf góðan stuðning því hann verður hátt í 1,8 m á hæð.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon