Stúdentadrottning 'Sooty''Sooty' er sort af stúdentadrottningu með sótrauðum blómum og rauðmenguðu laufi. Hún hefur yfirleitt blómstrað 2-3 ár áður en hún hverfur, svo það þarf að sá til hennar á nokkurra ára fresti. Fræið keypti ég upphaflega hjá Thompson & Morgan, en hún er fræekta svo hægt er að halda henni við með því að safna fræi.

Þessi er algjör fegurðardís.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon