HjartablómHjartablóm er eitt af þessum djásnum sem eiga að vera í hverjum garði. Það er merkilega harðgert og sé það í frjóum, moltublönduðum jarðvegi í góðu skjóli þrífst það vel og blómstrar sínum dásemdar hjartalaga blómum. Það getur þurft stuðning.

Latneska heitið var Dicentra spectabilis, en það hefur nú verið flutt í nýja ættkvísl Lamprocampnos og heitir því nú Lamprocampnos spectabilis. Það er eina tegund ættkvíslarinnar.

Það vex villt í austanverðri Asíu frá Síberíu suður til Kóreu og Japan.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon