Fingurbjargarblóm 'Apricot Delight''Apricot Delight' er yrki af fingurbjargarblómi (Digitalis purpurea) með ferskjubleikum blómum. Það er fræekta og hefur náð að halda sér við með sjálfsáningu í mörg ár, en það eru aldrei margar plöntur sem komast á legg. Það er því óvitlaust að safna smá fræi af því til að tryggja að það hverfi ekki, því þetta er fallegur og sjaldgæfur blómlitur.

Fingurbjargarblóm eru tvíær og blómstra á öðru ári. Til að fá blómgun á hverju ári þarf því að sá þeim í upphafi tvö ár í röð. Þau eru auðræktuð af fræi og jafnvel hægt að sá þeim beint út í beð.

Öll fingurbjargarblóm eru eitruð. Þau innihalda hjartaglýkósíðana digitoxín og digoxin. Læknisfræðilegri verkun fingurbjargablóma var fyrst lýst um 1785 og digoxín var einangrað úr skyldri tegund, Digitalis lanata, árið 1930. Það er notað sem hjartalyf við hjartsláttartruflunum.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon