BrekkugoðalykillBrekkugoðalykill (Dodecatheon poeticum) er að mínu mati fallegasta tegund ættkvíslarinnar, a.m.k. af þeim sem ég hef ræktað. Hann hefur breiðara lauf en hinar tegundirnar, svo laufblaðahvirfingin verður meiri um sig. Hann er blómsæll og blómstrar bleikum eða ljóspurpurarauðum blómum í júní. Blómliturinn getur verið breytilegur. Goðalyklar vaxa best í sól eða hálfskugga, í rökum en þó vel framræstum jarðvegi. Brekkugoðalykill þolir þurrk eftir að blómgun líkur. Hann hefur reynst harðgerður hjá mér.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon