RauðfeldurRauðfeldur (Douglasia laevigata) er yndislega falleg fjallaplanta sem minnir svolítið á stórgerðan berglykil. Hann þolir illa vetrarumhleypinga og þarf hann því mjög gott frárennsli. Fyrir slíkar plöntur er best að vera í miklum halla, helst lóðrétt, þannig að vatnið renni vel frá laufhvirfingunum. Hann varð fallegastur hjá mér í hraunhleðslu þar sem hann þreifst ljómandi vel.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon