FjalladrekakollurFjalladrekakollur (Dracocephalum tanguticum) vex villtur í fjöllum Kína. Hann skartar fallegum skærbláum blómum eftir miðjan júlí og fram í ágúst. Ég gróðursetti hann upphaflega í venjulegt blómabeð þar sem hann blómstraði vel og þreifst með ágætum, en var svolítið renglulegur. Ég færði hann því í upphækkað beð með sendnari jarðvegi þar sem hann varð mun þéttari og fallegri. Hann hefur reynst harðgerður.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon