Alpamítur


Alpamítur (Epimedium alpinum) er falleg skógarplanta sem þarf frjóan, léttan jarðveg til að þrífast vel. Hann hefur verið svolítið tregur til að blómstra, en þegar hann hefur glatt mann með blómskrúði þá koma blómin um leið og fyrstu laufblöðin, upp úr miðjum maí. Laufið er þunnt og ljósgrænt í fyrstu, en roðnar svo og verður mjög rauðmengað áður en það breytir aftur lit og verður dökkgrænt. Það eru því ekki bara blómin sem gefa honum gildi sem góð garðplanta, laufið gefur fallegan lit í fjölæringabeðið fram eftir sumri.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon