Fjallabikar


Edraianthus montenegrinus hefur ekki fengið viðurkennt íslenskt heiti, en mín tillaga er að hann fái nafnið fjallabikar. Þessi fallega bikarklukka vex í fjöllum Svartfjallalands og af því er latneska heitið dregið. Hann þarf þessa venjubundnu fjallaplöntumeðhöndlun, sólríkan stað og jarðveg sem vatn rennur vel frá, helst í halla. Það hefur gefist vel að blanda moldina með grófum sandi, minn vex í sandblöndu sem er ca. 20-30% mold. Hann hefur þrifist ágætlega og blómstrar nokkuð árvisst. Því miður standa blómin mjög stutt, svo blómgunin gengur heldur hratt yfir.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon