VorboðiVorboði blómstrar mjög snemma og er með fyrstu blómum til að blómstra á vorin. Hann er svolítið vandgæfur og getur orðið skammlífur ef maður nær ekki réttu jarðvegsblöndunni handa honum. Jarðvegurinn þarf að vera moltublandaður og jafnrakur og hann þarf góðan skammt af kalki. Hann þolir ekki þurrk. Þetta er skógarplanta sem vex í laufskógum Frakklands og Ítalíu og á Balkanskaganum þar sem jarðvegur er kalkríkur. Hann blómstrar áður en trén laufgast á meðan sólin nær að skína á skógarbotninn, en visnar svo alveg eftir blómgun og hverfur. Hann vill því sjá eitthvað til sólar á meðan á blómgun stendur. Þetta er eitruð planta og eru allir hlutar plöntunnar eitraðir.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon