Rauðhegranef


Rauðhegranef (Erodium manescavii) vex villt í Pýreneafjöllum. Það hefur alla þá kosti sem einkenna góða garðplöntu. Það er meðalhátt og þarf ekki stuðning. Það blómstrar sleitulaust mest allt sumarið. Það hefur yndisfögur rósbleik blóm, efstu tvö krónublöðin með fallegu mynstri. Það þarf frekar sólríkan stað en þolir alveg skugga part úr degi. Það þarf sæmilega vel framræstan jarðveg, en þolir rýran jarðveg og þarf því ekki mikla áburðargjöf. Það hefur reynst vel harðgert hjá mér, hefur lifað í fjölmörg ár og blómstrar á hverju ári. Semsagt, úrvals garðplanta.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðyrkjuáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon