AlpaþyrnirAlpaþyrnir (Eryngium alpinum) er stórglæsilegur í blóma og dregur að sér athygli langt að. Reifarblöðin eru aðalskraut plöntunnar, þau eru græn í fyrstu en blána svo með tímanum. Hægt er að þurrka blómskipunina í blómaskreytingar. Alpaþyrnir er auðræktaður og gerir engar sérstakar jarðvegskröfur. Hann er mjög harðgerður og þarf ekki stuðning. Hann þarf þó sól part úr degi.

Það er auðvelt að fjölga honum með rótarbútum.


Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon