GarðskógarliljaGarðskógarlilja (Erythronium 'Pagoda') er falleg skógarplanta sem blómstrar ljósgulum, lútandi blómum í maí. Laufið er gljáandi grænt, með fallegu rauðbrúnu mynstri á blaðjöðrunum. Hún þrífst vel í hálfskugga í frjóum, moltublönduðum jarðvegi. Garðskógarlilja er stærst af þeim skógarliljum sem ég hef ræktað, um 30 cm á hæð. Ég hef átt hana í mörg ár og hún blómstrar árvisst og stækkar jafnt og þétt. Þessi er uppáhalds.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon