Mjólkurjurt


Mjólkurjurt (Euphorbia polychroma) hefur reynst auðræktuð og harðgerð hjá mér. Eins og á öðrum tegundum þessarar ættkvíslar eru blómin ósköp smá og lítilfjörleg, háblöðin eru aðalskraut plöntunnar. Þau eru oftast gul eins og á mjólkurjurtinni, en á jólastjörnunni sem seld er fyrir jólin eru þau rauð, bleik eða hvít.

Mjólkurjurt er meðalhá og þarf ekki stuðning. Hún þolir skugga part úr degi og er ekkert sérlega vandlát á jarðveg. Hún blómstrar í lok maí og fram í júní og háblöðin halda gula litnum fram á mitt sumar. Haustlitirnir eru í rauðum og appelsínugulum tónum.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon