RoðamjaðurtRoðamjaðurt (Filipendula rubra) heitir Queen-of-the-Prairie á ensku og það lýsir henni vel. Hún er hávaxin og ansi tilkomumikil í blóma. Því miður eru íslensk sumur heldur svöl og stutt fyrir hana, svo hún nær ekki að blómstra á hverju ári og þegar hún blómstrar, blómstrar hún seint, í lok ágúst - september. Það eykur líkur á blómgun að planta henni þar sem hún fær sæmilega góðan skammt af sól þegar sólin skín. Eins og aðrar mjaðurtir vill hún frekar rakan jarðveg og hún kann vel að meta góðan skammt af kalki, þó hún vaxi alveg án þess. Hún er sögð skriðul og getur því borgað sig að planta henni í víðan pott til að halda aftur af henni. Virkilega glæsileg planta.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon