Grágresi 'Ballerina'Grágresi (Geranium cinereum) er lágvaxin blágresistegund með grágrænu, fínskiptu laufi, sem vex villt í Pýreneafjöllum. 'Ballerina' er fallegt yrki með ljósbleikum blómum með dökkfjólubláu æðaneti. Það er lágvaxnara en tegundin og vex best í vel framræstum jarðvegi. Það verður þéttara og fallegra í rýrum jarðvegi þó það geti vel vaxið í venjulegri garðmold. Það hefur reynst mjög harðgert og blómsælt.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon