RoðablágresiRoðablágresi (Geranium ibericum) er sérlega falleg blágresistegund sem reynst hefur mjög harðgerð. Það þarf ekkert að hafa fyrir því, bara gróðursetja og njóta. Það vex vel í allri sæmilega góðri garðmold í sól eða skugga part úr degi. Blómin eru bláfjólublá með mjög dökkfjólubláum æðum og bleikri frævu og fræflum, svo það virðist með rauðbleika miðju séð úr fjarska. Sérstakur og fallegur litur sem fer vel með flestum öðrum blómlitum og tengir vel saman ólíka liti.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon