VöludalafífillVöludalafífill (Geum rossii) er jarðlæg fjallaplanta sem þarf sólríkan stað og vel framræstan jarðveg til að verða þéttur og fallegur. Hann hefur þrifist ágætlega, en verið misduglegur að blómstra. Ég gróðursetti hann fyrst fremst í blómabeði með venjulegri garðmold og hann varð svolítið teigður, hann er fallegri ef moldin er vel blönduð með grófum sandi eða fíngerðri möl. Hann myndar breiðu af fínfjaðurskiptum laufblöðum með stökum, gulum blómum sem rétt ná upp fyrir laufbreiðuna. Falleg steinhæðaplanta.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon