IndíasnótIndíasnót (Gillenia trifoliata) er falleg skógarplanta sem hefur reynst harðgerð hjá mér. Hún er meðalhá, með fíngerðum hvítum blómum á svo fíngerðum blómstönglum að þau virðast nánast svífa. Hún þrífst best í næringarríkri, moltublandaðri mold, en virðist þó ekki mjög vandlát á jarðveg. Hún er þokkalega skuggþolin, en þrífst best í hálfskugga. Hún fær fallega haustliti, a.m.k. ef hún fær einhverja sól.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon