Páskarós 'Red Hybrid'Páskarós (Helleborus x hybridus) er flokkur blendinga fösturósar (Helleborus orientalis) og annarra Helleborus tegunda. 'Red Hybrid' er með rauðbleikum blómum og hefur reynst mjög vel. Hún blómstrar í lok apríl - maí og blómin standa fram í júní þegar fræið þroskast. Hún hefur staðið af sér vorfrost með glæsibrag. Hún vex best í moltublandaðri mold sem er ekki of þétt í sér, í hálfskugga. Mjög góð sort.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon