Daglilja 'Raja''Raja' er falleg daglilja (Hemerocallis) með appelsínurauðum blómum. Hún er álíka harðgerð og aðrar dagliljur sem ég hef prófað. Þær þrífast best í næringarríkum, moltublönduðum jarðvegi á sólríkum stað. Þær hafa verið afskaplega tregar til að blómstra og er 'Raja' ein af fáum sem hafa blómstrað yfirleitt. Ekki oft, en hún hefur blómstrað. Það er meira en hægt er að segja um flestar hinar. Blómin standa mjög stutt, bara einn dag þar sem heitt er, en kannski aðeins lengur hér og er nafn ættkvíslarinnar, dagliljur (enska: daylily) dregið af því. Fjöldi yrkja í ræktun er mjög mikill, í ýmsum litbrigðum frá dökkvínrauðum yfir í hvítan.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon