Næturfjóla


Næturfjóla (Hesperis matronalis) blómstrar lillabláum blómum sem ilma mikið, sérstaklega á kvöldin og um nætur. Hún er nokkuð hávaxin en þarf yfirleitt ekki stuðning. Hún er mjög harðgerð og þrífst við flestar aðstæður og er nokkuð skuggþolin. Hún er óþarflega iðin við að sá sér, svo það borgar sig að klippa blómstönglana áður en fræ þroskast.

'Alba' er yrki af næturfjólu með hreinhvítum blómum með grænu auga. Það er ágætlega harðgert, en þó ekki eins gróskumikið og duglegt að sá sér og tegundin. Það þarf heldur betri skilyrði, meiri sól og næringarríkari jarðveg. Það blandast tegundinni auðveldlega og fást mjög fallegar plöntur með föllillabláum blómum út úr þeirri blöndun.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess:

Næturfjóla

Næturfjóla 'Alba'


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon