Skógarblámi

Updated: Apr 30


Skógarblámi er undurfalleg skógarplanta sem blómstrar um sama leiti og laufið byrjar að gægjast upp úr moldinni, yfirleitt í lok apríl. Blómin eru bláfjólublá með hvítum fræflum sem minna svolítið á litlar hvítar perlur í miðju blómsins. Hann þrífst best í hálfskugga og næringarríkri, moltublandaðri mold. Hann hefur reynst harðgerður og lætur vorfrost lítið á sig fá.


Skógarblámi 'Flore Plena' er fallegt yrki með þéttfylltum, bláfjólubláum blómum. Það er gróskumeira en tegundin, með stórgerðara laufi og verður alveg þakið í blómum. Það vex við sömu skilyrði, hálfskugga og næringarríkan, moltublandaðan jarðveg. Blómin eru ófrjó og því aðeins hægt að fjölga honum með skiptingu.

'Rubra' er fallegt yrki af skógarbláma með rauðleitu laufi og skærbleikum blómum. Ótrúlega flottur litur. Það vex hægt og virðist ætla að verða svipað að stærð og tegundin.

Viljir þú deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess:


321 views

gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon