RoðafífillÉg man nú ekki hvað ég var gömul þegar ég sá roðafífil fyrst, en ég man hvað mér fannst hann ævintýralega fallegur. Mín fyrstu kynni af honum voru í Hellisgerði í Hafnarfirði þar sem hann hefur myndað nokkuð stórar breiður sem litast appelsínugular á meðan hann stendur í blóma. Að mínu mati er litasamsetningin sérlega vel heppnuð og ég hef fundið honum stað í öllum mínum görðum þó að hann sé kannski engin úrvals garðplanta. Hann myndar breiðu með ofanjarðarrenglum svipað og skriðsóleyin, en ólíkt henni, er mun auðveldara að halda honum á mottunni. Hann hefur aldrei verið til vandræða. Ef ég ætti sumarbústaðaland væru klárlega breiður af roðafífli þar. Undafíflaættkvíslinni (Hieracium) hefur nýlega verið skipt upp í tvær ættkvíslir og fluttist roðafífill í nýju ættkvíslina. Hann ber nú fræðiheitið Pilosella aurantiaca.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon