Forlagabrúska 'Gold Standard'Brúskur, Hosta, er ættkvísl skuggþolinna jurta í aspasætt, Asparagaceae (áður liljuætt) sem ræktaðar eru fyrst og fremst vegna blaðfegurðar. Þær eiga heimkynni í NA-Asíu, flestar tegundir sem ræktaðar eru í görðum koma frá Japan. Flest yrki sem ég hef prófað hafa vaxið ágætlega, en þó hafa þau verið mis gróskumikil.

Forlagabrúska 'Gold Standard' (Hosta fortunei) hefur reynst alveg sérstaklega vel hjá mér. Hún er meðalhá og mjög gróskumikil. Laufið er gulgrænt og gulnar með tímanum svo það verður nánast heiðgult um mitt sumar. Blaðjaðrarnir eru grænir. Hún hefur blómstrað öðru hvoru, en ekki árlega. Virkilega flott sort.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon