DoppugullrunniGullrunnar, Hypericum, er stór, fjölskrúðug ættkvísl um 490 tegunda í gullrunnaætt, Hypericaceae, sem dreifast nánast um allan heim. Innan ættkvíslarinnar eru jurtir, runnar og lítil tré, öll með gulum blómum með áberandi löngum fræflum.


Doppugullrunni (Hypericum perforatum), er nokkuð hávaxin, fjölær planta með stinnum blómstönglum sem þurfa ekki stuðning. Eins og á öðrum gullrunnum eru blómin gul með mjög löngum fræflum sem eru eins og dúskar í miðju blóminu. Hann hefur reynst þokkalega harðgerður. Hann þrífst best í sól eða hálfskugga í vel framræstum, sandblönduðum jarðvegi.

Doppugullrunni hefur lengi verið nýttur sem jurtalyf við þunglyndi og er seldur sem slíkur undir enska heitinu St. John's Wort. Hann vex villtur víða í Evrópu og er löng hefð fyrir notkun jurtalyfsins þar. Á Norðurlöndunum er það helst selt undir heitunum perikum eða johannesurt, Notkun þess getur þó verið varasöm vegna milliverkana þess við allmörg algeng lyf sem geta jafnvel verið lífshættulegar. Það er því alls ekki mælt með því að fara út í garð og týna lauf til að brugga sér hressingarseið. Plantan er eitruð búfénaði og er til vandræða ef hún dreifir sér í bitahaga.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon