ÁlfakragiÁlfakragi (Iberis sempervirens) er lágvaxinn hálfrunni, sem vex meira á þverveginn en upp á við. Hálfrunnar hafa hálftrénaða stöngla sem visna ekki alveg niður yfir vetrartímann. Laufið er sígrænt, en getur visnað aðeins í köldum vetrum. Það er þó ekkert sem jafnar sig ekki með vorinu. Mælt er með því að klippa aðeins ofan af plöntunni (ca. 1/3) eftir blómgun til að þétta vöxtinn. Blómin eru hvít og fá fjólubláa slikju þegar þau eldast. Það er ekki komin löng reynsla á hann hjá mér, en veit dæmi þess að hann lifi góðu lífi hér. Hann þarf sól og sandblandaðan, vel framræstan jarðveg.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon