KínaglóðKínaglóð (Incarvillea mairei) er meðalhá og skartar sérlega tilkomumiklum blómum, sem minna á gloxiníur. Þau eru nokkuð stór og lúðurlaga, dökkbleik með gulri miðju og hvítu mynstri í blómgininu. Hún þrífst ágætlega svo framarlega sem jarðvegurinn er ekki of klesstur og blautur. Það er því mikilvægt að blanda moldina sandi og moltu. Hún þarf frekar sólríkan stað.

Kínaglóð vex villt í Kína og Nepal.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon