HlíðasunnaSunnufíflar, Inula, er nokkuð stór ættkvísl um 90 tegunda í körfublómaætt, Asteraceae, með heimkynni í Evrópu, Asíu og Afríku. Þeir eru mjög breytilegir að stærð, en blómin eru einkennandi fyrir ættkvíslina, með mörgum, mjög mjóum tungukrónum.

Hlíðasunna (Inula orientalis) er harðgerð og auðræktuð, ein af þessum plöntum sem þú plantar bara og þarft svo lítið að hugsa um eftir það. Blómin eru dökkgul og dökkna með aldrinum og fá á sig appelsínugulan blæ. Hún vex í sól eða hálfskugga í allri þokkalegri garðmold.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon