EngjaírisIris setosa var. arctica er mjög eftirsóknarvert afbrigði af engjaírisi. Það er lágvaxnara en tegundin og mjög blómsælt. Það er með blómsælustu íristegundum sem ég hef prófað. Blómin eru ljósfjólublá, ljósari en á tegundinni og lögun þeirra er nokkuð flöt. Það hefur reynst harðgert, enda vex það villt í Alaska og Síberíu. Sól og frekar rakur jarðvegur eru þau skilyrði sem henta því best. Hafi maður bara pláss fyrir eina írisi í garðinum þá ætti þessi það pláss fyllilega skilið.

Viljir þú leggja okkur lið og deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon