Gulltvítönn 'Herman's Pride'Gulltvítönn (Lamium galeobdolon) blómstrar ljósgulum blómum og sortin 'Herman's Pride' skartar að auki fallega hvítmynstruðu laufi. Hún er harðgerð og gerir engar sérstakar kröfur um jarðveg. Að auki er hún þokkalega skuggþolin og vex vel í hálfskugga eða skugga. Þetta er meðalhá planta sem myndar hvelfdan brúsk sem heldur vel lögun allt sumarið. Hún stendur lengi í blóma, en vegna lauffegurðar er hún til mikillar prýði allt sumarið.


Viljir þú deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon