VorerturVorertur (Lathyrus vernus) eru einar af fáum ertutegundum sem eru fjölærar hér og hafa þær reynst mjög harðgerðar hjá mér. Þær blómstra í lok maí og fram í júní, fjólurauðum blómum sem verða fjólublárri eftir því sem þau eldast. Þær mynda meðalháan laufbrúsk sem blómin rétt standa upp úr. Þær eru ekki mjög kröfuharðar á jarðveg, en þrífast best í næringarríkum, sæmilega vel framræstum jarðvegi. Í heitara loftslagi vaxa þær best í skugga, en hér þrífast þær vel í sól eða hálfskugga. Þær geta verið nokkur ár að búa um sig þar sem þeim er plantað og er heldur illa við að vera færðar úr stað. Það er því betra að hreyfa ekki mikið við þeim..

Viljir þú deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon